2000 AD

2000 AD er breskt myndasögutímarit sem er aðallega helgað vísindaskáldskap, súrrealisma og fantasíu. Það var fyrst gefið út af IPC árið 1977. Síðar fluttist það til Fleetway Publications sem var selt til Robert Maxwell árið 1987 og Egmont UK árið 1991. Árið 2000 keypti tölvuleikjaframleiðandinn Rebellion Developments tímaritið.

Margir af þekktustu myndasöguhöfundum heims hafa unnið fyrir tímaritið, þar á meðal Alan Moore, Neil Gaiman, Grant Morrison, Brian Bolland og Mike McMahon. Með þekktustu myndasögum sem birst hafa í tímaritinu eru Judge Dredd, Strontium Dog, Rogue Trooper, ABC Warriors, Nikolai Dante og Sláine. Persónan Tharg the Mighty kemur fyrir bæði í sögum og sem skáldaður ritstjóri tímaritsins.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne