Artpop | ||||
---|---|---|---|---|
Breiðskífa eftir | ||||
Gefin út | 6. nóvember 2013 | |||
Tekin upp | 2012–2013 | |||
Stefna | ||||
Lengd | 59:04 | |||
Útgefandi |
| |||
Stjórn |
| |||
Tímaröð – Lady Gaga | ||||
| ||||
Smáskífur af Artpop | ||||
|
ARTPOP er þriðja stúdíóplata bandarísku söngkonunnar Lady Gaga. Platan var gefin út 6. nóvember 2011 af Streamline og Interscope Records. Gaga hóf vinnu við plötuna árið 2011, stuttu eftir að önnur stúdíóplata hennar, Born This Way, var gefin út. Vinna við plötuna hélt áfram til ársins 2013 á meðan Gaga var á tónleikaferðalaginu sínu Born This Way Ball og að jafna eftir aðgerð vegna meiðsla sem hún hafði hlotið á tónleikaferðalaginu. Gaga lýsti ARTPOP sem „fögnuði og ljóðrænu tónlistarferðalagi“. Eðli plötunnar felur í sér meðvitaðan „skort á þroska og ábyrgðartilfinningu“ samanborið við myrkara eðli og lofsöngs-tilfinningar Born This Way.
Gaga vann með ýmsum upptökustjórum, þar á meðal DJ White Shadow, Zedd og Madeon. Tónlistarstefna plötunnar er EDM og synthpopp og gætir ýmissa áhrifa frá öðrum stefnum eins og R&B, teknó, iðnaðartónlist, dubstep og fleiri stefnum. Þemu plötunnar snúast um persónulegu sýn Gaga á frægð, kynlíf og sjálfsstyrkingu, og vísar einnig til grískrar og rómverskrar goðafræði. Á lögum plötunnar koma einnig fram T.I., Too Short, Twista og R. Kelly. Árið 2019, í kjölfar heimildarmyndarinnar Surviving R. Kelly, var lagið „Do What U Want“, sem R. Kelly hafði sungið á, fjarlægt af öllum streymisveitum og netútgáfum auk þess að lagið var fjarlægt af öllum nýjum výnil- og geisladiskaútgáfum plötunnar.
Fyrir útgáfu ARTPOP var tveggja daga plötuútgáfupartý, sem var kallað ArtRave. Platan fék almennt misjafna dóma frá tónlistargagnrýnendum. Hún var þó nefnd í nokkrum árslokalistum af gagnrýnendum og tímaritum. Hún fór beint á toppinn á bandaríska Billboard 200 vinsældarlistanum og varð önnur plata Gaga í röð til að takast það. Platan seldist í 258.000 eintökum fyrstu vikuna. Hún var einnig efst á vinsældarlistum í Austurríki, Króatíu, Japan, Mexíkó, Skotlandi og Bretland, en komst á topp fimm í mörgum löndum, meðal annars Ástralíu, Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Nýja Sjálandi, Spáni og Sviss. Samkvæmt International Federation of the Phonographic Industry (IFPI) var ARTPOP níunda mest selda platan á heimsvísu árið 2013 með 2,3 milljón eintök seld um allan heim. Þrátt fyrir þetta var platan af sumum talin misheppnuð í viðskiptalegum tilgangi samanborið við fyrri plötur Gaga.
Þann 12. ágúst 2013 var aðalsmáskífa plötunnar „Applause“ gefin út við góðar undirtektir auk þess að seljast vel. Hún komst á topp tíu lista í yfir 20 löndum um allan heim og komst hæst í fjórða sætið á bandaríska Billboard Hot 100 vinsældarlistanum. Önnur smáskífa plötunnar, „Do What U Want“, var gefin út 21. október og komst í 13. sæti vinsældarlista í Bandaríkjunum. Í kjölfarið fylgdu kynningarsmáskífurnar „Venus“ og „Dope“ skömmu fyrir útgáfu plötunnar. „G.U.Y.“ var þriðja og síðasta smáskífa plötunnar. Gaga kynnti ARTPOP með framkomum í sjónvarpsþáttum, þar á meðal í sérstökum þakkargjörðardagisþætti prúðuleikaranna í annað skiptið á ferlinum. Eftir stutta tónleikaröð í Roseland Ballroom í New York hóf hún sitt fjórða tónleikaferðalag, artRAVE: The ARTPOP Ball.