68°43′N 52°53′V / 68.717°N 52.883°V
Aasiaat (eldri stafsetning: Ausiait), á dönsku: Egedesminde er fjórði stærsti bærinn á Grænlandi og hluti af sveitarfélaginu Avannaata. Aasiaat er á eyju við suðurströnd Diskó-flóa.
Grænlenska nafnið Aasiaat þýðir "Köngulóaborgin". Meðalhiti mældist 2003 -11,8 °C í febrúar og 9,3 °C í júlí.
Aasiaat er annað af tveimur byggðarlögum á Grænlandi sem ekki eru að neinu leyti á meginlandinu. Hitt byggðarlagið er Qeqertarsuaq. Við manntal 2017, voru íbúar 3100. Aasiaat er stundum nefnt Borg hvalanna [1] Geymt 22 mars 2013 í Wayback Machine, enda má oft sjá hvali í kring um eyjarnar.