Abraham Lincoln

Abraham Lincoln
Abraham Lincoln í nóvember árið 1863.
Forseti Bandaríkjanna
Í embætti
4. mars 1861 – 15. apríl 1865
VaraforsetiHannibal Hamlin (1861–1865)
Andrew Johnson (mars–apríl 1865)
ForveriJames Buchanan
EftirmaðurAndrew Johnson
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir 7. kjördæmi Illinois
Í embætti
4. mars 1847 – 3. mars 1849
ForveriJohn Henry
EftirmaðurThomas L. Harris
Persónulegar upplýsingar
Fæddur12. febrúar 1809
Sinking Spring-býlinu nærri Hodgenville, Kentucky, Bandaríkjunum
Látinn15. apríl 1865 (56 ára) Washington, D.C., Bandaríkjunum
DánarorsökMyrtur
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn
MakiMary Todd Lincoln (g. 1842)
BörnRobert, Edward, Willie og Tad
StarfLögfræðingur, stjórnmálamaður
Undirskrift

Abraham Lincoln (12. febrúar 180915. apríl 1865) var bandarískur stjórnmálamaður og sextándi forseti Bandaríkjanna á tímum þrælastríðsins frá 1861 til 1865. Lincoln var meðlimur Repúblikanaflokksins.

Lincoln giftist Mary Ann (áður Todd) Lincoln árið 1842 og átti með henni fjóra syni.[1] Lincoln hlaut litla sem enga formlega menntun og var að mestu sjálfmenntaður. Hann er þekktur fyrir stjórnkænsku sína og ræðusnilli en ein frægasta ræða hans er Gettysborgarávarpið.[2] Sú tveggja mínútna ræða sem hann hélt til heiðurs föllnum hermönnum við vígslu hermannagrafreitsins í Gettysburg var deilumál fyrst um sinn meðal fjölmiðla en í dag þykir hún hin mesta snilli.[3] Önnur frægasta ræða Lincolns var innsetningarræða hans sem hann hélt þegar hann var svarinn í embætti forseta í annað sinn árið 1865. Í lok þeirrar ræðu lét hann þessi fleygu orð falla:

„Engum hatur, öllum góðvild.“[4]

Eitt helsta baráttumál Lincolns var að binda enda á þrælahald og varð það stór þáttur í sigri hans í forsetakosningunum árið 1860. Þegar Lincoln tók við embætti í mars 1861 voru sjö suðurríkjanna sem vildu halda áfram þrælahaldi búin að segja sig úr lögum við Bandaríkin og stofnað með sér Suðurríkjasambandið. Þrælastríðið hófst 12. apríl 1861 og lauk 3. apríl 1865 með ósigri suðurríkjanna. Þótt rétturinn til að stunda þrælahald hafi verið deiluefnið sem leiddi til stríðsins var það þó ekki ástæða þess að þrælastríðið var háð, því eining ríkisins var Lincoln alla tíð efst í huga. Árið 1863 gaf Lincoln þrælum í suðurríkjunum frelsi með frelsisveitingunni (e: emancipation proclamation).[5][6]

Árið 1864, meðan stríðið var enn ekki útkljáð var Lincoln endurkjörinn forseti með miklum yfirburðum. Sex dögum eftir að herir suðurríkjanna gáfust upp var Lincoln hins vegar myrtur af leikaranum John Wilkes Booth en hann stóð með Suðurríkjunum í Þrælastríðinu.[5] Lincoln er einn fjögurra forseta Bandaríkjanna sem hafa verið ráðnir af dögum meðan þeir sátu í embætti. Bandarískir sagnfræðingar eru almennt þeirrar skoðunar að Lincoln sé einn áhrifamesti og mikilvægasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna.

  1. White, Jr., Ronald C. (2009). A. Lincoln: A Biography. Random House, Inc.
  2. „Abraham Lincoln“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4 apríl 2010. Sótt 23. september 2010.
  3. Leifur Sveinsson (13. febrúar 1966). „„Hvar sem tveir á fjalli fundust ...". Morgunblaðið. bls. 3.
  4. Thorolf Smith 1959, bls. 291.
  5. 5,0 5,1 „Abraham Lincoln“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26 nóvember 2011. Sótt 26 júlí 2011.
  6. Robert Morgan (1993). „The 'Great Emancipator' and the Issue of Race“ (enska). The Journal of Historical Review. Sótt 9. janúar 2019.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne