Acorn Computers

Acorn Computers Ltd.
Rekstrarform Gjaldþrota
Staðsetning Cambridge, Englandi
Lykilpersónur Chris Curry
Steve Furber
Hermann Hauser
Andy Hopper
Sophie Wilson
Jim Mitchell
Starfsemi Tölvuvélbúnaður

Acorn Computers Ltd. (síðar nefnt Element 14 Ltd.) var breskt tölvufyrirtæki sem stofnað var í Cambridge árið 1978. Fyrirtækið framleiddi nokkrar vinsælar tölvur sem seldust vel á Bretlandi. Meðal þeirra voru Acorn Electron, BBC Micro og Acorn Archimedes. Tölvan BBC Micro sem fyrirtækið framleiddi í samstarfi við BBC var ein vinsælasta tölva í breskum skólum á níunda og tíunda áratugunum.[1] Fyrirtækinu var skipt í nokkur önnur fyrirtæki árið 1998 og arfur tilveru þess er þróun RISC-tölva. Stýrikerfi fyrirtækisins, RISC OS, er ennþá þróað í tveimur útgáfum af RISCOS Ltd og RISC OS Open. Nokkur dótturfyrirtæki Acorn er enn til í dag, til dæmis ARM Holdings, sem er eitt helsta örgjörvahönnunarfyrirtæki í heimi fyrir farsíma og lófatölvur.[2]

Vegna þess að Acorn var mikið nýsköpunarfyritæki er það stundum kallað „breska Apple“.[3]

  1. „History of ARM: from Acorn to Apple - Telegraph“. The Telegraph. Sótt 10. júní 2011.
  2. „ARM CPU Core Dominates Mobile Market - Nikkei Electronics Asia - Tech-On!“. Sótt 10. júní 2011.
  3. „Report on Network Computer Technology“ (PDF). Sótt 10. júní 2011.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne