Actavis Group | |
![]() | |
Rekstrarform | Einkafyrirtæki |
---|---|
Slagorð | Hagur í heilsu |
Stofnað | 1956 |
Staðsetning | Hafnarfjörður, Íslandi |
Lykilpersónur | Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður, Claudio Albrecht forstjóri og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir forstjóri á Íslandi |
Starfsemi | Framleiðsla samheitalyfja (á íslandi og erlendis); auk fleiri vara eftir sameiningu við erlend fyrirtæki |
Starfsfólk | 10.000 |
Vefsíða | www.actavis.is www.actavis.com |
Actavis er vörumerki fyrirtækisins Actavis, sem nú er í erlendri eigu en var upphaflega íslenskt fyrirtæki.
Íslenska fyrirtækið Actavis Group h.f., var eitt stærsta samheitalyfjafyrirtækis heims, eftir kaup á erlendum samheitafyrirtækjum, og var þá enn með aðalstöðvar á Íslandi og var skráð á aðallista Kauphallar Íslands þar til í júlí 2007, undir stuttnefninu ACT.
Eftir kaup á fyrirtækinu af erlendum aðilum var nafninu breytt ítrekað, því það var ítrekað sameinað öðrum lyfjafyrirtækjum, meðal annars við sameiningu við fyrirtækið sem framleiðir Botox (sem er ekki samheitalyf). Síðar var nafni fyrirtækisins aftur breytt í Actavis, og hluti þess seldur til Teva, sem er núverandi eigandi undirfyrirtækisins Actavis.
Actavis á Íslandi framleiðir og selur lyf og lyfjahugvit bæði innanlands sem utan en sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja. Fyrirtækið var stofnað sem innkaupasamband lyfsala árið 1956 og hét þá Pharmaco. Hjá fyrirtækinu starfa nú í heildina um 10.000 manns, en fyrirtækið er með starfsemi í meira en 40 löndum.