Adele | |
---|---|
Fædd | Adele Laurie Blue Adkins 5. maí 1988 |
Störf |
|
Ár virk | 2006–í dag |
Maki | Simon Konecki (g. 2018; sk. 2021) |
Börn | 1 |
Tónlistarferill | |
Stefnur | |
Hljóðfæri | Rödd |
Útgefandi | |
Vefsíða | adele |
Undirskrift | |
![]() |
Adele Laurie Blue Adkins (f. 5. maí 1988), betur þekkt sem Adele, er bresk söngkona og lagasmiður. Söngferill hennar hófst þegar hún skrifaði undir samning við XL Recordings árið 2006 eftir að hafa notið mikilla vinsælda á vefsíðunni MySpace. Fyrsta sólóplata hennar, 19, kom út árið 2008 við við vikið lof gagnrýnenda og náði toppsætum á vinsældarlistum á heimsvísu, þar á meðal í Bretlandi, Hollandi og Bandaríkjunum. Vinsældir hennar jukust enn eftir að hún hlaut Grammy-verðlaunin sem Besti nýliðinn árið 2009, ein af mörgum verðlaunum sem hún vann það ár. Adele gaf út aðra hljómplötu sína, 21, í janúar 2011. Platan seldist feikna vel. Meðal annars seldist hún í yfir fjórtán milljón eintökum í Bretlandi og er sú tekjuhæsta sem hefur verið gefin út þar á landi á 21. öld. 21 sat í efsta sæti á bandaríska vinsældarlistanum lengur en nokkur önnur plata hafði gert síðan 1993. Hún var einnig tilnefnd til sex Grammy-verðlauna eftir útgáfu plötunnar og vann þau öll.