Akureyrarbær | |
---|---|
![]() Miðbær Akureyrar | |
![]() Staðsetning Akureyrarbæjar | |
Hnit: 65°40′57″N 18°05′28″V / 65.68250°N 18.09111°V | |
Land | Ísland |
Kjördæmi | Norðausturkjördæmi |
Þéttbýliskjarnar | |
Stjórnarfar | |
• Bæjarstjóri | Ásthildur Sturludóttir |
Flatarmál | |
• Samtals | 136 km2 |
• Sæti | 52. sæti |
Mannfjöldi (2024) | |
• Samtals | 19.812 |
• Sæti | 5. sæti |
• Þéttleiki | 145,68/km2 |
Póstnúmer | 600, 603, 611, 630 |
Sveitarfélagsnúmer | 6000 |
Vefsíða | akureyri |
Akureyri er bær (áður kaupstaður) í Eyjafirði á Mið-Norðurlandi. Í sveitarfélaginu búa 19.812 (1. janúar 2024). Akureyrarbær er fimmta fjölmennasta sveitarfélag Íslands og er annað fjölmennasta utan höfuðborgarsvæðisins á eftir Reykjanesbæ. Fyrir utan hið eiginlega bæjarland Akureyrar í botni Eyjafjarðar eru eyjarnar Grímsey og Hrísey einnig innan vébanda sveitarfélagsins.