Albert Luthuli | |
---|---|
![]() Albert Luthuli árið 1960. | |
Fæddur | Um 1898 |
Dáinn | 21. júlí 1967 |
Flokkur | Afríska þjóðarráðið |
Trú | Meþódismi |
Maki | Nokukhanya Bhengu |
Verðlaun | ![]() |
Albert John Luthuli (f. í kringum 1898; d. 21. júlí 1967), einnig stafað Lutuli, var suður-afrískur kennari, aðgerðasinni og stjórnmálamaður. Luthuli var forseti Afríska þjóðarráðsins frá árinu 1952 til dauðadags og var sem slíkur áberandi í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku og gegn yfirráðum hvíta minnihlutans í landinu. Luthuli hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1960 fyrir friðsamlega baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni og öðrum kynþáttalögum.