Albert Schweitzer

Albert Schweitzer
Schweitzer árið 1955.
Fæddur14. janúar 1875
Dáinn4. september 1965 (90 ára)
ÞjóðerniÞýskur (1875–1919)
Franskur (1919–1965)
MenntunStrassborgarháskóli
TrúLúterskur
MakiHelen Bresslau
Verðlaun Friðarverðlaun Nóbels (1952)

Ludwig Philipp Albert Schweitzer (14. janúar 1875 – 4. september 1965) var fjölvísindamaður frá Elsass. Hann var þekktur guðfræðingur, orgelleikari, rithöfundur, mannvinur, heimspekingur og læknir.

Schweitzer hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1952 fyrir lífsspeki sína, sem hann kallaði „lotningu fyrir lífinu“. Frægastur var hann fyrir að stofna og reka Albert Schweitzer-sjúkrahúsið í Lambaréné, sem var þá í frönsku Miðbaugs-Afríku en er nú í Gabon. Sem tónlistarfræðingur og orgelleikari skrifaði Schweitzer mikið um tónlist Johanns Sebastians Bach og hafði áhrif á svokallaða orgeleindurreisn (Orgelbewegung) á 20. öldinni.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne