Alexander Stubb

Alexander Stubb
Alexander Stubb árið 2024.
Forseti Finnlands
Núverandi
Tók við embætti
1. mars 2024
ForsætisráðherraPetteri Orpo
ForveriSauli Niinistö
Forsætisráðherra Finnlands
Í embætti
24. júní 2014 – 29. maí 2015
ForsetiSauli Niinistö
ForveriJyrki Katainen
EftirmaðurJuha Sipilä
Persónulegar upplýsingar
Fæddur1. apríl 1968 (1968-04-01) (56 ára)
Helsinki, Uusimaa, Finnlandi
ÞjóðerniFinnskur
StjórnmálaflokkurSamstöðuflokkurinn
MakiSuzanne Innes-Stubb ​(g. 1998)
Börn2
HáskóliFurman-háskóli
Paris-Sorbonne-háskóli
Evrópuháskólinn
London School of Economics

Cai-Göran Alexander Stubb (f. 1. apríl 1968) er finnskur stjórnmálamaður og núverandi forseti Finnlands. Stubb var kjörinn forseti í seinni umferð finnsku forsetakosninganna árið 2024. Hann var áður forsætisráðherra Finnlands frá 2014 til 2015 og fjármálaráðherra frá 2015 til 2016. Stubb var leiðtogi finnska Samstöðuflokksins frá 14. júní 2014 til 11 júní 2016. Stubb hefur jafnframt verið varaformaður Evrópska fjárfestingabankans og prófessor við European University Institute

Stubb er annar Finnlandssvíinn sem hefur gegnt embætti forseta Finnlands, á eftir Carl Gustaf Emil Mannerheim, og sá fyrsti sem hefur verið kjörinn í beinum kosningum.[1]

  1. Junkkari, Marko (2. desember 2023). „Mikä on seuraavan presidentin äidinkieli?“. Helsingin Sanomat (finnska). Afrit af uppruna á 13. desember 2023. Sótt 12 febrúar 2024.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne