Alexander Stubb | |
---|---|
![]() Alexander Stubb árið 2024. | |
Forseti Finnlands | |
Núverandi | |
Tók við embætti 1. mars 2024 | |
Forsætisráðherra | Petteri Orpo |
Forveri | Sauli Niinistö |
Forsætisráðherra Finnlands | |
Í embætti 24. júní 2014 – 29. maí 2015 | |
Forseti | Sauli Niinistö |
Forveri | Jyrki Katainen |
Eftirmaður | Juha Sipilä |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 1. apríl 1968 Helsinki, Uusimaa, Finnlandi |
Þjóðerni | Finnskur |
Stjórnmálaflokkur | Samstöðuflokkurinn |
Maki | Suzanne Innes-Stubb (g. 1998) |
Börn | 2 |
Háskóli | Furman-háskóli Paris-Sorbonne-háskóli Evrópuháskólinn London School of Economics |
Cai-Göran Alexander Stubb (f. 1. apríl 1968) er finnskur stjórnmálamaður og núverandi forseti Finnlands. Stubb var kjörinn forseti í seinni umferð finnsku forsetakosninganna árið 2024. Hann var áður forsætisráðherra Finnlands frá 2014 til 2015 og fjármálaráðherra frá 2015 til 2016. Stubb var leiðtogi finnska Samstöðuflokksins frá 14. júní 2014 til 11 júní 2016. Stubb hefur jafnframt verið varaformaður Evrópska fjárfestingabankans og prófessor við European University Institute
Stubb er annar Finnlandssvíinn sem hefur gegnt embætti forseta Finnlands, á eftir Carl Gustaf Emil Mannerheim, og sá fyrsti sem hefur verið kjörinn í beinum kosningum.[1]