Alva Myrdal

Alva Myrdal
Alva Myrdal í Tierp árið 1968.
Fædd31. janúar 1902
Dáin1. febrúar 1986 (84 ára)
ÞjóðerniSænsk
MenntunStokkhólmsháskóli
StörfFélagsfræðingur, erindreki og stjórnmálamaður
FlokkurJafnaðarmannaflokkurinn
MakiGunnar Myrdal (g. 1924)
Börn3
Verðlaun Friðarverðlaun Nóbels (1982)

Alva Myrdal (31. janúar 1902 – 1. febrúar 1986) var sænskur félagsfræðingur, erindreki og stjórnmálamaður. Hún var lengi einn af foringjum alþjóðahreyfinga afvopnunarsinna. Hún var sæmd friðarverðlaunum Nóbels ásamt Alfonso García Robles árið 1982. Eiginmaður Ölvu Myrdal frá árinu 1924 var hagfræðingurinn Gunnar Myrdal, sem einnig var Nóbelsverðlaunahafi.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne