Andorra

Furstadæmið Andorra
Principat d'Andorra
Fáni Andorra Skjaldarmerki Andorra
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Virtus Unita Fortior (latína)
Sameinuð dygð er sterkari
Þjóðsöngur:
El Gran Carlemany
Staðsetning Andorra
Höfuðborg Andorra la Vella
Opinbert tungumál Katalónska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Samfurstar Emmanuel Macron
Joan Enric Vives i Sicilia
Forsætisráðherra Xavier Espot Zamora
Sjálfstæði
 • frá Aragón 8. september 1278 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
178. sæti
468 km²
0,26
Mannfjöldi
 • Samtals (2020)
 • Þéttleiki byggðar
203. sæti
77.543
180/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 • Samtals 3,237 millj. dala
 • Á mann 42.035 dalir
VÞL (2019) 0.868 (36. sæti)
Gjaldmiðill Evra
Tímabelti UTC+1 (+2 á sumrin)
Þjóðarlén .ad
Landsnúmer +376

Andorra (katalónska: Principat d'Andorra) er landlukt furstadæmi í austurhluta Pýreneafjalla, milli Frakklands og Spánar. Samkvæmt arfsögn var furstadæmið stofnað af Karlamagnúsi, en það var undir stjórn greifa af Urgell til 988 þegar stjórnin fluttist til kaþólska biskupsdæmisins Urgell. Núverandi furstadæmi var stofnað árið 1278. Þjóðhöfðingjar þess eru tveir: Biskupinn af Urgell í Katalóníu og Frakklandsforseti. Höfuðborgin heitir Andorra la Vella og sú höfuðborg Evrópu sem stendur hæst, í 1.023 metra hæð.[1]

Andorra er örríki. Landið er aðeins 468 ferkílómetrar að flatarmáli og er því sjötta minnsta land Evrópu. Íbúar eru um 77.000. Íbúar Andorra eru af katalónskum uppruna.[2] Andorra er jafnframt 16. fámennasta land heims.[3] Katalónska er opinbert tungumál, en spænska, portúgalska og franska eru líka algeng mál.[4][5]

Yfir 10 milljón ferðamenn heimsækja landið árlega.[6] Landið er ekki aðili að Evrópusambandinu en notar evru sem opinberan gjaldmiðil. Andorra hefur átt aðild að Sameinuðu þjóðunum frá 1993.[7] Árið 2013 voru lífslíkur í Andorra þær hæstu í heimi.[8]

  1. „Maps, Weather, and Airports for Andorra la Vella, Andorra“. Fallingrain.com. Sótt 26. ágúst 2012.
  2. Minahan, James (2000). One Europe, Many Nations: A Historical Dictionary of European National Groups. Greenwood Publishing Group. bls. 47. ISBN 978-0313309847.
  3. Malankar, Nikhil (18. apríl 2017). „Andorra: 10 Unusual Facts About The Tiny European Principality“. Tell Me Nothing. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. júní 2017. Sótt 13. júní 2017.
  4. „CIA World Factbook entry: Andorra“. Cia.gov. Sótt 26. ágúst 2012.
  5. „Background Note: Andorra“. State.gov. Sótt 14. maí 2015.
  6. „HOTELERIA I TURISME“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. september 2017. Sótt 14. maí 2015.
  7. „United Nations Member States“. Un.org. Sótt 14. maí 2015.
  8. GBD 2013 Mortality and Causes of Death, Collaborators. (10 janúar 2015). „Global, regional, and national age-sex specific all-cause and cause-specific mortality for 240 causes of death, 1990-2013: a systematic analysis for the Global Burden of Disease Study 2013“. Lancet. 385 (9963): 117–71. doi:10.1016/S0140-6736(14)61682-2. PMC 4340604. PMID 25530442.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne