Antony Blinken | |
---|---|
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna | |
Í embætti 26. janúar 2021 – 20. janúar 2025 | |
Forseti | Joe Biden |
Forveri | Mike Pompeo |
Eftirmaður | Marco Rubio |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 16. apríl 1962 Yonkers, New York, Bandaríkjunum |
Stjórnmálaflokkur | Demókrataflokkurinn |
Maki | Evan Ryan (g. 2002) |
Trúarbrögð | Gyðingdómur |
Börn | 2 |
Háskóli | Harvard-háskóli (BA) Columbia-háskóli (JD) |
Antony John Blinken (f. 16. apríl 1962) er bandarískur embættismaður og erindreki sem er fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann var áður aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi frá 2013 til 2015 og aðstoðarutanríkisráðherra frá 2015 til 2017 á forsetatíð Baracks Obama.
Blinken tók við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Joe Bidens Bandaríkjaforseta þann 26. janúar 2021 og gegndi því til 20. janúar 2025.