50°02′09″N 19°10′42″A / 50.03583°N 19.17833°A
Auschwitz (þýska: Konzentrationslager Auschwitz-Birkenau, KZ Auschwitz) voru stærstu fanga- og útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni, staðsettar í Póllandi nasista-þýskalands. Búðirnar samanstóðu af þremur aðalbúðum og rúmlega 40 undirbúðum. Í búðunum voru um 1,3 milljónir líflátnar, um 85% þeirra gyðingar. [1] Auschwitz var þýska nafnið á bænum Oświęcim sem er staðsettur um 60 kílómetra vestur af Kraká í Suður-Póllandi.[2][3]