Bastillan

Bastillan í París 1789.
Bastillan séð úr austri.
Júlísúlan og Óperuhúsið við Bastillutorgið.

Bastillan (franska: La Bastille) er sögufrægt virki í París, sem reist var 1357 og var þá nefnd Bastille Saint-Antoiene. Bastillan var notuð sem fangelsi frá 1417 og varð smám saman tákn kúgunar og einveldis. Bastillan var oft kölluð fangakastalinn og hún var seinna einnig notuð sem vopnabúr en var rifin í frönsku byltingunni.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne