Bath

Bath
Royal Crescent í Bath
Royal Crescent í Bath
LandEngland
SvæðiSuðvestur-Englandi
SýslaSomerset
Stofnuná tíma Rómaveldisins
Stjórnarfar
 • ÞingmaðurDon Foster
Flatarmál
 • Samtals29 km2
Hæð yfir sjávarmáli
18 m
Mannfjöldi
 (2011)
 • Samtals88.589
Póstnúmer
BA1, BA2
Svæðisnúmer01225
TímabeltiGMT

Bath (borið fram [/ˈbɑːθ/]) er borg í Suðvestur-Englandi, Bretlandi, með u.þ.b. 86.000 íbúa. Borgin er 159 km fyrir vestan London og 21 km fyrir suðvestan Bristol. Bath fékk opinbera stöðu sem borg frá Elísabetu 1. árið 1590 og sjálfstjórn frá sýslunni Somerset árið 1889. Bath varð hluti sýslunnar Avon þegar hún var mynduð árið 1974. Þegar sýslan var lögð niður árið 1996 varð Bath höfuðstaður svæðisins Bath og Norðaustur-Somerset.

Bath reis í dölum árinnar Avon við náttúrulega hveri, þar sem Rómverjar byggðu almenningsbaðhús og musteri sem gáfu borginni þáverandi nafn hennar Aquae Sulis. Hverir þessir eru þeir einustu á Bretlandi. Játgeir Englandskonungur var krýndur í dómkirkjunni í Bath árið 973. Vegna heilsulindanna varð Bath vinsæll orlofsstaður á georgíska tímabílinu sem leiddi til mikils vaxtar borgarinnar. Þá voru byggð mörg hús í georgískum stíl.

Bath var skráð á heimsminjaskrá UNESCO árið 1987. Í borginni eru mörg leikhús, minjasöfn og aðrir menningarstaðir sem hafa hjálpað til að gera hana að ferðamannastað með yfir milljón gistinótta ferðamanna, auk þess heimsækja 3,8 milljónir gesta borgina í dagsferðum á hverju ári. Þar eru tveir háskólar, auk margra grunnskóla og framhaldsskóla. Stór hluti íbúa borgarinnar starfar í þjónustugeiranum.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne