Beitiland

Holstein-kýr á beit í Sviss
Sauðfé á beit í Frakklandi

Beitiland kallast girt eða ógirt svæði þar sem búfé er beitt. Beitilönd geta ýmist verið heimalönd í einkaeigu (heimahagar), heimalönd í sameign eða afréttir. Beitiland er gjarnan nýtt yfir sumartímann en það er ódýrasti fóðrunarkosturinn.

Fyrr á öldum og allt fram á miðja 20. öld byggðist sauðfjárbúskapur á Íslandi á hagabeit allt árið því ekki voru nema mjög takmarkaðir möguleikar til heyöflunar og hey þyrfti að nota fyrir nautgripi. Með framræslu lands og nýrri tækni jókst túnrækt og vetrarbeit lagðist af. Afréttir á Íslandi liggja yfirleitt 400 m yfir sjávarmáli eða hærra. Sauðfé gengur á afréttum að sumarlagi og er vöxtur lamba fram eftir sumri hraðari á hálendisbeit en á láglendi. Stór hluti af hálendi Íslands er ekki hæft til beitar vegna jarðvegsrofs.[1]

  1. Bjarni P. Maronsson, Sauðfjárbúskapur og nýting beitilanda,2002[óvirkur tengill]

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne