Bergelmir er jötunn í norrænni goðafræði, sonur Þrúðgelmis og sonarsonur Aurgelmis. Er hann og fjölskylda hans sögð ein af ætt hrímþursa sem lifði af sköpun heimsins og séu allir hrímþursar af þeim komnir síðan.
Nafnið er talið þýða sá sem öskrar í fjalli eða sá sem drynur eins og björn.[1]