Bill Clinton | |
---|---|
Forseti Bandaríkjanna | |
Í embætti 20. janúar 1993 – 20. janúar 2001 | |
Varaforseti | Al Gore |
Forveri | George H. W. Bush |
Eftirmaður | George W. Bush |
Fylkisstjóri Arkansas | |
Í embætti 9. janúar 1979 – 19. janúar 1981 | |
Vararíkisstjóri | Joe Purcell |
Forveri | Joe Purcell (starfandi) |
Eftirmaður | Frank D. White |
Í embætti 11. janúar 1983 – 12. desember 1992 | |
Vararíkisstjóri | Winston Bryant Jim Guy Tucker |
Forveri | Frank D. White |
Eftirmaður | Jim Guy Tucker |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 19. ágúst 1946 Hope, Arkansas, Bandaríkin |
Þjóðerni | Bandarískur |
Stjórnmálaflokkur | Demókrataflokkurinn |
Maki | Hillary Rodham (g. 1975) |
Börn | Chelsea |
Háskóli | Georgetown-háskóli University-háskóli, Oxford Yale-háskóli |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift |
William Jefferson Clinton, best þekktur sem Bill Clinton, (skírður William Jefferson Blythe; f. 19. ágúst 1946) er bandarískur lögfræðingur og stjórnmálamaður, sem gegndi embætti 42. forseta Bandaríkjanna frá 20. janúar 1993 til 20. janúar 2001. Hann tók við embættinu þegar hann var 46 ára og er því þriðji yngsti forseti Bandaríkjanna. Áður en hann varð forseti hafði hann setið í nær tólf ár sem fylkisstjóri Arkansas. Hann er giftur Hillary Rodham Clinton, öldungadeildarþingmanni fyrir New York, sem bauð sig fram til forsetaembættis BNA í kosningum 2008 og 2016. Síðustu embættisár hans einkenndust af stjórnmálahneyksli þar sem hann var sakaður um að hafa borið ljúgvitni og reynt að hamla réttvísinni í málum sem vörðuðu samband hans við Monicu Lewinsky og áreitni við fyrrum starfsmann Arkansas-fylkis, Paulu Jones, sem ákærði hann.