Birmingham

Birmingham
Birmingham
Birmingham
Staðsetning Birmingham
Birmingham í Englandi
LandEnglandengar
SvæðiVestur-Miðhéruð
SýslaVestur Miðhéruð
Stofnun6. öld
Undirskiptingarengar
Stjórnarfar
 • OddvitiShafique Shah (Lord Mayor)
Flatarmál
 • Samtals267,77 km2
Hæð yfir sjávarmáli
140 m
Mannfjöldi
 (2017)
 • Samtals1.137.123
 • Þéttleiki3.739/km2
Póstnúmer
B
Svæðisnúmer01905
TímabeltiGMT
Vefsíðawww.birmingham.gov.uk

Birmingham (borið fram [/ˈbɝmɪŋəm/] eða [/ˈbɝːmɪŋɡəm/] af íbúum borgarinnar) er borg í Vestur-Miðhéruðum á Englandi. Hún er önnur fjölmennasta borg á Bretlandi og er fjölmennasta borgin í English Core Cities-hópnum. Þar bjuggu rúmlega 1,1 milljón manns árið 2017 en með nágrannabyggðum er stórborgarsvæðið með um 4,3 milljónir. Í þessu þéttbýli eru nokkrar aðrar borgir, þ.e. Solihull, Wolverhampton og borgirnar í Black Country.

Meðan á Iðnbyltinginni stóð var borgin orðlægð fyrir auðæfi sín. Hún var þekkt undir nöfnunum „verkstæði heimsins“ og „borg þúsund starfsgreina“. Borgin varð fyrir miklum skemmdum í sprengjuárásum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld (Birmingham Blitz). Eftir heimsstyrjöldina varð mikil uppbygging í borginni og fjöldi innflytjenda frá Breska samveldinu komu þangað. Birmingham hefur nú þróast í viðskiptamiðstöð á landsvísu.

Borgarbúar eru kallaðir Brummies.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne