Róbert „Bob“ Moran er skáldsagnapersóna Henri Vernes. Bob er Frakki sem barðist sem sjálfboðaliði í Breska flughernum RAF í seinni heimsstyrjöldinni. Eftir stríðið ferðast hann um heiminn sem sjálfstætt starfandi blaða- og ævintýramaður. Bob er hár og sterklega vaxinn, er liðtækur í ýmsum bardagaíþróttum og kann að beita margs konar vopnum. Hann talar mörg tungumál reiprennandi og í upphafi margra bóka er hann staddur á framandi stöðum. Býr í íbúð við Voltaire-götu í París. Bob á einnig höll í Feneyjum og miðaldakastala í Dardogne héraði í Frakklandi. Hann ekur um á Jaguar.