Boris Johnson

Boris Johnson
Boris Johnson árið 2019.
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
24. júlí 2019 – 6. september 2022
ÞjóðhöfðingiElísabet 2.
ForveriTheresa May
EftirmaðurLiz Truss
Utanríkisráðherra Bretlands
Í embætti
13. júlí 2016 – 9. júlí 2018
ForsætisráðherraTheresa May
ForveriPhilip Hammond
EftirmaðurJeremy Hunt
Borgarstjóri Lundúna
Í embætti
4. maí 2008 – 9. maí 2016
ForveriKen Livingstone
EftirmaðurSadiq Khan
Persónulegar upplýsingar
Fæddur19. júní 1964 (1964-06-19) (60 ára)
New York-borg, New York, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBreskur
StjórnmálaflokkurÍhaldsflokkurinn
MakiAllegra Mostyn-Owen (g. 1987; skilin 1993)
Marina Wheeler (g. 1993; skilin 2018)
Carrie Symonds (g. 2021[1][2])
TrúarbrögðEnska biskupakirkjan
Börn5 eða 6
HáskóliOxford-háskóli
AtvinnaStjórnmálamaður, blaðamaður
Undirskrift

Alexander Boris de Pfeffel Johnson betur þekktur sem Boris Johnson (fæddur 19. júní 1964) er breskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Hann hafði áður verið borgarstjóri Lundúna og utanríkisráðherra Bretlands. Hann er einnig blaðamaður og rithöfundur, var t.d. ritstjóri stjórnmálatímarits The Spectator. Boris var kosinn þingmaður fyrir Henley árið 2001, og var skuggamenntamálaráðherra til ársins 2008 þegar hann bauð sig fram til borgarstjóra Lundúna. Hann var settur inn í starf borgarstjóra þann 4. maí 2008 og gegndi því starfi til ársins 2016 þegar Sadiq Khan tók við af honum.

Johnson var utanríkisráðherra frá 2016 til 2018, þegar hann sagði af sér vegna Brexit-málefna. Eftir að Theresa May tilkynnti afsögn sína úr formannsembætti Íhaldsflokksins í maí 2019 bauð Johnson sig fram til að taka við af henni. Hann vann sigur í formannskjöri flokksins í júlí sama ár og tók við af May sem formaður og forsætisráðherra þann 24. júlí.

Johnson sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í júní 2022 vegna hneykslismála. Liz Truss tók við af honum sem forsætisráðherra Bretlands þann 6. september 2022.

  1. „Bor­is og Carrie trú­lofuð og eiga von á barni“. mbl.is. 29. febrúar 2020. Sótt 23. mars 2020.
  2. „Boris Johnson kvænist í þriðja sinn“. mbl.is. 30. maí 2021. Sótt 14. júlí 2021.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne