Born This Way

Born This Way
Kápan á stöðluðu útgáfunni
Breiðskífa eftir
Gefin út23. maí 2011 (2011-05-23)
Tekin upp2010–2011
Hljóðver
  • Abbey Road (London)
  • Germano (New York-borg)
  • Studio at the Palms (Las Vegas)
  • Gang (París)
  • The Mix Room (Burbank)
  • Studios 301 (Sydney)
  • Setai (Miami Beach)
  • Sing Sing (Melbourne)
  • Paradise (Sydney)
  • Officine Mechaniche (Mílanó)
  • Livingroom (Ósló)
  • Warehouse Productions (Omaha)
  • Ferðarúta (í Evrópu)
  • Stúdíórúta
Stefna
Lengd61:07
Útgefandi
Stjórn
  • Lady Gaga
  • Fernando Garibay
  • DJ White Shadow
  • RedOne
  • Jeppe Laursen
  • Robert John "Mutt" Lange
Tímaröð – Lady Gaga
The Fame Monster
(2009)
Born This Way
(2011)
Artpop
(2013)
Smáskífur af Born This Way
  1. „Born This Way“
    Gefin út: 11. febrúar 2011
  2. „Judas“
    Gefin út: 15. apríl 2011
  3. „The Edge of Glory“
    Gefin út: 9. maí 2011
  4. „You and I“
    Gefin út: 23. ágúst 2011
  5. „Marry the Night“
    Gefin út: 11. nóvember 2011
  6. „Bloody Mary“
    Gefin út: 2. desember 2022

Born This Way er önnur stúdíóplata bandarísku söngkonunnar Lady Gaga. Platan var gefin út 23. maí 2011 af Interscope Records. Hún var samin og framleidd af Gaga auk annarra upptökustjóra, þar á meðal Fernando Garibay og RedOne, sem hún hafði áður unnið með. Gaga vann einnig með listamönnunum Clarence Clemons úr hljómsveitinni E Street Band og Brian May, gítarleikara rokkhljómsveitarinnar Queen. Gaga og Garibay eru tónlistarstjórnendur plötunnar.

Tónlistin á plötunni er sprottin af synthpopp- og danspoppstíl fyrra efnis hennar. Þar að auki inniheldur hún einnig rafrokk og teknó. Hún inniheldur breiðara svið af tónlistarstefnum, eins og óperu, þungarokk, diskó, house og rokk og ról. Textasmíðin text á við viðfangsefni eins og kynhneigð, trúarbrögð, frelsi, femínisma og einstaklingshyggju. Þrátt fyrir skiptar skoðanir á meðal trúaðra og íhaldssamra álitsgjafa hlaut platan góðar viðtökur frá tónlistargagnrýnendum sem lofuðu plötuna fyrir fjölbreyttan tónlistarstíl og sönghæfileika Gaga. Born This Way hlaut þrjár Grammy-tilnefningar, þar á meðal þriðju tilnefningu Gaga í röð fyrir plötu ársins. Nokkur tónlistartímarit nefndu plötuna á listum sínum yfir bestu plötur ársins. Árið 2020 nefndi Rolling Stone tímaritið plötuna í uppfærðum lista sínum yfir „500 bestu plötur allra tíma“.

Born This Way fór beint á toppinn á ýmsum helstu vinsældarlistum um allan heim, þar á meðal á bandaríska Billboard 200 vinsældarlistanum. Þar seldist platan í rúmlega 1 milljónum eintaka á fyrstu vikunni, sem var mesta sala á fyrstu viku plötu í fimm ár. Áætlað er að 440.000 eintök hafi selst á Amazon á fyrstu tveimur dögum fyrstu vikunnar þar sem hún kostaði 99 bandarísk sent. Hún hefur verið viðurkennd sem fjórföld platínu plata af Recording Industry Association of America (RIAA). Fjórar smáskífur af plötunni, „Born This Way“, „Judas“, „The Edge of Glory“ og „You and I“, komust á topp tíu á Billboard Hot 100 vinsældarlistanum. Titillag plötunnar, „Born This Way“, varð 1.000 lagið til að ná efsta sætinu frá upphafi listans árið 1958. Við útgáfu þess varð titillagið sú smáskífa sem seldist hraðast í sögu iTunes. Kynningarsmáskífa af plötunni, „Hair“, komst einnig á vinsældarlista í sextán löndum og komst hæst í tólfta sæti í Bandaríkjunum. Fimmta smáskífan, „Marry The Night“, komst á topp þrjátíu lista í Bandaríkjunum. Eftir að hafa farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlinum TikTok var „Bloody Mary“ gefin út sem sjötta smáskífa plötunnar, ellefu árum eftir útgáfu hennar á plötunni. Samkvæmt International Federation of the Phonographic Industry (IFPI) var Born This Way þriðja mest selda platan á heimsvísu árið 2011. Frá og með 2021 hefur hún fengið meira en 5,8 milljarða streymi, selst í 5,2 milljónum eintaka og 31 milljón stafrænna eintaka af lögum hennar hafa verið seld.

Gaga hefur flutt lög af plötunni við mismunandi tækifæri, svo sem á 53. Grammy-verðlaunahátíðinni og á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni 2011, sem og í sjónvarpi um allan heim og á öðrum viðburðum, þar á meðal þriðja tónleikaferðalaginu sínu, Born This Way Ball, sem stóð yfir frá 2012 til 2013. Í nóvember 2011 voru Born This Way og endurhljóðblanda hennar, Born This Way: The Remix, gefnar út sem safnplata sem undir heitinu Born This Way: The Collection. Þann 28. maí 2021 tilkynnti Gaga sérstaka afmælisútgáfu plötunnar, Born This Way The Tenth Anniversary, sem inniheldur sex útfærslur á lögum plötunnar eftir hinsegin tónlistarmenn.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne