Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Boston | |
---|---|
Viðurnefni: Borgin á hæð, Baunabær, Vagga frelsisins, Aþena Ameríku, Hreintrúarborgin, Miðpunktur sólkerfisins | |
Kjörorð: Vagga frelsisins | |
Land | Bandaríkin |
Fylki | Massachusetts |
Sýsla | Suffolk |
Stofnun | 17. september 1630 |
Stjórnarfar | |
• Borgarstjóri | Michelle Wu (D) |
Flatarmál | |
• Fylkishöfuðborg | 232,1 km2 |
• Land | 125,4 km2 |
• Vatn | 106,7 km2 |
Mannfjöldi (2020)[1] | |
• Fylkishöfuðborg | 675.647 |
• Áætlað (2023) | 653.833 |
• Stórborgarsvæði | 4.800.000 |
Tímabelti | UTC−05:00 (EST) |
• Sumartími | UTC−04:00 (EDT) |
Svæðisnúmer | 617 og 857 |
Boston er höfuðborg og stærsta borg Massachusettsfylkis í Bandaríkjunum. Borgin er einskonar óopinber höfuðborg þess svæðis sem kallað er Nýja England og ein elsta, ríkasta og menningarlega mikilvægasta borg Bandaríkjanna. Efnahagur borgarinnar byggir aðallega á menntun, heilsu, viðskiptum og tækni. Boston var stofnuð 17. september árið 1630 af Bretum í nýlenduleit. Íbúafjöldi í borginni sjálfri er um 653.800 (2023), en á stórborgarsvæðinu eru íbúarnir um 4,8 milljónir talsins (áætlaður fjöldi árið 2016).[1]
Borgin er í miðju Boston-Worcester-Manchester CSA (Combined Statistical Area), sem er hið sjöunda stærsta í Bandaríkjunum. Til þess svæðis teljast hlutar fylkjana New Hampshire, Maine, Rhode Island, og Connecticut. Borgin er líka miðja Stór-Bostonsvæðisins, sem tekur til borganna Cambridge, Brookline, Quincy, Newton og margra úthverfa við Boston.