„Subterranean Homesick Blues“ / „She Belongs to Me“ Gefin út: 8. mars 1965
„Maggie's Farm“ / „On the Road Again“ Gefin út: júní 1965
„Gates of Eden“ Gefin út: 20. júlí 1965
Bringing It All Back Home er plata eftir bandaríska tónlistarmanninn Bob Dylan sem var gefin út í apríl 1965. Hún var fimmta breiðskífa Dylans. Umslag plötunar sýnir Dylan í smóking ásamt konu í rauðum kjól. Á einni hlið plötunar er Dylan í farabroddi hljómsveitar sem notar einna mest rafhljóðfæri. Sú ákvörðun gerði Dylan ei vinsælan í samfélagi þjóðlagasöngvara. Dylan spilar á gítar, munnhörpu, hljómborð og syngur á plötunni. Með Dylan eru þeir Steve Boone, Joseph Macho Jr. og John Sebastian á bassa, Bobby Gregg á trommum, Paul Griffin á píanó og hljómborði, John P. Hammond, Al Gorgoni, Kenny Rankin og Bruce Langhorne á gítar, Bill Lee á bassa í laginu „It's All Over Now, Baby Blue“, og Frank Owens á píanó. Daniel Kramer tók myndina á umslaginu og Tom Wilson sá um upptökur og útgáfu. Öll lög plötunar voru skrifuð af Dylan.