C. E. Frijs

C. E. Frijs
Forsætisráðherra Danmerkur
Í embætti
6. nóvember 1865 – 28. maí 1870
ÞjóðhöfðingiKristján 9.
ForveriC. A. Bluhme
EftirmaðurLudvig Holstein-Holsteinborg
Persónulegar upplýsingar
Fæddur8. desember 1817
Frijsenborg, Danmörku
Látinn12. október 1896 (78 ára) Tårs, Lálandi, Danmörku
StjórnmálaflokkurHægriflokkurinn
HáskóliHumboldt-háskólinn í Berlín

Christian Emil Krag-Juel-Vind-Frijs lénsgreifi af Frijsenborg (8. desember 181712. október 1896) var danskur stórjarðeigandi sem gegndi stöðu forsætisráðherra Danmerkur frá 1865 til 1870. Valdatíð hans var viðburðarík þar sem ýmis mikilvæg löggjöf var samþykkt, s.s. um málefni kirkjunar, dómstóla og járnbrautarsamgöngur, auk þess sem stjórnarskráin var endurskoðuð árið 1866. Um þessar mundir urðu stórjarðeigendur ráðandi stétt í dönskum stjórnmálum og héldu þeirri stöðu uns þingræðið var tekið upp árið 1901. Stjórnin starfaði í skugga niðurlægjandi ósigurs Dana í stríðinu við Prússa árið 1864 og mótaði það utanríkisstefnuna.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne