Capitol Records | |
---|---|
![]() Höfuðstöðvar Capitol Records | |
Móðurfélag | Universal Music Group |
Stofnað | 27. mars 1942 8. apríl 1942 (sem Capitol Records) | (sem Liberty Records)
Stofnandi |
|
Dreifiaðili |
|
Stefnur | Mismunandi |
Land | Bandaríkin |
Höfuðstöðvar | Hollywood, Kalifornía |
Vefsíða | capitolrecords |
Capitol Records, LLC (áður Capitol Records, Inc.) er bandarísk tónlistarútgáfa. Hún var stofnuð árið 1942 af Johnny Mercer, Buddy DeSylva, og Glenn E. Wallichs. Capitol var keypt af bresku tónlistarsamsteypunni EMI árið 1955.[1] EMI var síðar keypt af Universal Music Group árið 2012 og hefur dreifing Capitol verið í umsjón þeirra síðan. Höfuðstöðvar útgáfunnar er þekkt kennileiti í Hollywood, Kaliforníu.
Bæði útgáfan og fræga byggingin hennar eru stundum vitnuð sem „The House That Nat Built“ sem vísar í einn frægasta listamann sem starfaði með Capitol, Nat King Cole.[2][3] Capitol er einnig þekkt sem bandaríska útgáfufyrirtæki Bítlanna á árunum 1964 til 1967.