Carl Theodor Zahle | |
---|---|
![]() | |
Forsætisráðherra Danmerkur | |
Í embætti 28. október 1909 – 5. júlí 1910 | |
Þjóðhöfðingi | Friðrik 8. |
Forveri | Ludvig Holstein-Ledreborg |
Eftirmaður | Klaus Berntsen |
Í embætti 21. júní 1913 – 21. apríl 1920 | |
Þjóðhöfðingi | Kristján 10. |
Forveri | Klaus Berntsen |
Eftirmaður | Otto Liebe |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 19. janúar 1866 Hróarskeldu, Danmörku |
Látinn | 3. febrúar 1946 (80 ára) Kaupmannahöfn, Danmörku |
Þjóðerni | Danskur |
Stjórnmálaflokkur | Róttæki vinstriflokkurinn (Det Radikale Venstre) |
Maki | Mathilde Henriette Trier |
Háskóli | Kaupmannahafnarháskóli |
Starf | Lögfræðingur, stjórnmálamaður |
Carl Theodor Zahle (19. janúar 1866 – 3. febrúar 1946) var danskur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Danmerkur frá 1909 til 1910 og aftur frá 1913 til 1920. Hann var einn af stofnendum Róttæka vinstriflokksins (Det Radikale Venstre) árið 1905.
Zahle átti frumkvæði að því að samið var um ný sambandslög milli Danmerkur og Íslands árið 1917, sem leiddi til þess að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki í persónusambandi við Danakonung í nóvember næsta ár. Stjórn Zahle kom einnig á kosningarétti kvenna í Danmörku og Íslandi árið 1915.