Carl von Ossietzky | |
---|---|
Fæddur | 3. október 1889 |
Dáinn | 4. maí 1938 (48 ára) |
Þjóðerni | Þýskur |
Störf | Blaðamaður, rithöfundur, aðgerðasinni |
Maki | Maud Lichfield-Woods |
Börn | Rosalinde von Ossietzky-Palm |
Verðlaun | Friðarverðlaun Nóbels (1935) |
Carl von Ossietzky (3. október 1889 – 4. maí 1938) var þýskur blaðamaður, rithöfundur og friðarsinni sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1935 fyrir að afhjúpa leynilegan endurvígbúnað Þýskalands fyrir umheiminum.
Ossietzky var dæmdur og fangelsaður fyrir njósnir árið 1931 fyrir að birta upplýsingar um að Þjóðverjar hefðu brotið gegn Versalasamningnum með því að endurbyggja flugher sinn og þjálfa herflugmenn í Sovétríkjunum. Ossietzky sýktist af berklum í fangelsi og lést á sjúkrahúsi árið 1938.