Carlos Filipe Ximenes Belo | |
---|---|
![]() Carlos Filipe Ximenes Belo árið 2016. | |
Fæddur | 3. febrúar 1948 |
Þjóðerni | Austurtímorskur |
Menntun | Kaþólski háskólinn í Portúgal Páfaháskóli Salesreglunnar |
Störf | Biskup |
Trú | Kaþólskur |
Verðlaun | ![]() |
Undirskrift | |
![]() |
Carlos Filipe Ximenes Belo (f. 3. febrúar 1948) er rómversk-kaþólskur biskup frá Austur-Tímor. Í messum sínum fordæmdi hann opinberlega ofbeldisfullt hernám Indónesíu á Austur-Tímor. Belo hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1996 ásamt landa sínum, José Ramos-Horta, fyrir tilraunir sínar til að finna „friðsamlega og réttláta lausn“ á sjálfstæðisbaráttu Austur-Tímor undan Indónesíu.[1][2]