Cecil Rhodes | |
---|---|
Forsætisráðherra Höfðanýlendunnar | |
Í embætti 17. júlí 1890 – 12. janúar 1896 | |
Þjóðhöfðingi | Viktoría |
Landstjóri | Sir Henry Loch Sir William Gordon Cameron Sir Hercules Robinson |
Forveri | John Gordon Sprigg |
Eftirmaður | John Gordon Sprigg |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 5. júlí 1853 Bishop's Stortford, Hertfordshire, Englandi |
Látinn | 26. mars 1902 (48 ára) Muizenberg, Höfðanýlendunni (nú Suður-Afríku) |
Þjóðerni | Breskur |
Stjórnmálaflokkur | Frjálslyndi flokkurinn |
Háskóli | Oriel College, Oxford |
Starf | Athafnamaður, stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Cecil John Rhodes (5. júlí 1853 – 26. mars 1902) var breskur stjórnmálamaður og athafnamaður. Hann var stofnandi Breska Suður-Afríkufélagsins og gegndi embætti forsætisráðherra bresku Höfðanýlendunnar í núverandi Suður-Afríku frá 1890 til 1896. Hann stofnaði jafnframt demantanámufélagið De Beers, sem enn starfar í dag. Rhodes var ötull hvatamaður breskrar heimsvaldastefnu og varð á ævi sinni sjálfur nokkurs konar táknmynd nýlendustefnu Evrópumanna.
Ýmsar nýlendur Breta í Afríku voru nefndar eftir Rhodes, meðal annars Norður-Ródesía (nú Sambía) og Suður-Ródesía (sem síðar varð sjálfstæða ríkið Ródesía og heitir nú Simbabve). Í seinni tíð hefur Rhodes mikið verið gagnrýndur sem boðberi kynþáttahyggju og herskárrar heimsvaldastefnu og aðgerðasinnar og mótmælendur hafa gjarnan krafist þess að minnisvarðar um hann séu fjarlægðir.[1]