Cecil Rhodes

Cecil Rhodes
Forsætisráðherra Höfðanýlendunnar
Í embætti
17. júlí 1890 – 12. janúar 1896
ÞjóðhöfðingiViktoría
LandstjóriSir Henry Loch
Sir William Gordon Cameron
Sir Hercules Robinson
ForveriJohn Gordon Sprigg
EftirmaðurJohn Gordon Sprigg
Persónulegar upplýsingar
Fæddur5. júlí 1853
Bishop's Stortford, Hertfordshire, Englandi
Látinn26. mars 1902 (48 ára) Muizenberg, Höfðanýlendunni (nú Suður-Afríku)
ÞjóðerniBreskur
StjórnmálaflokkurFrjálslyndi flokkurinn
HáskóliOriel College, Oxford
StarfAthafnamaður, stjórnmálamaður
Undirskrift

Cecil John Rhodes (5. júlí 1853 – 26. mars 1902) var breskur stjórnmálamaður og athafnamaður. Hann var stofnandi Breska Suður-Afríkufélagsins og gegndi embætti forsætisráðherra bresku Höfðanýlendunnar í núverandi Suður-Afríku frá 1890 til 1896. Hann stofnaði jafnframt demantanámufélagið De Beers, sem enn starfar í dag. Rhodes var ötull hvatamaður breskrar heimsvaldastefnu og varð á ævi sinni sjálfur nokkurs konar táknmynd nýlendustefnu Evrópumanna.

Ýmsar nýlendur Breta í Afríku voru nefndar eftir Rhodes, meðal annars Norður-Ródesía (nú Sambía) og Suður-Ródesía (sem síðar varð sjálfstæða ríkið Ródesía og heitir nú Simbabve). Í seinni tíð hefur Rhodes mikið verið gagnrýndur sem boðberi kynþáttahyggju og herskárrar heimsvaldastefnu og aðgerðasinnar og mótmælendur hafa gjarnan krafist þess að minnisvarðar um hann séu fjarlægðir.[1]

  1. Paul Maylam, The Cult of Rhodes - Remembering an Imperialist in Africa (2005) bls. 6.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne