Charles Darwin

Charles Darwin 51 árs; ljósmynd frá 1859 eða 1860.

Charles Robert Darwin (12. febrúar 180919. apríl 1882) var enskur náttúrufræðingur og jarðfræðingur sem er þekktastur framlög sín til þróunarlíffræði. Kenning hans um að allar tegundir lífvera hafi þróast út frá sameiginlegum forfeðrum er nú almennt viðurkennd sem grundvallarkenning í vísindum.[1] Ásamt Alfred Russel Wallace setti hann fram þá vísindakenningu að tegundarþróun stafaði af ferli sem hann nefndi náttúruval, þar sem lífsbaráttan hefur sömu áhrif og valræktun hefur í landbúnaði.[2] Darwin hefur verið lýst sem einum áhrifamesta manni mannkynssögunnar.[3] Hann hlaut þann heiður að vera jarðsettur í Westminster Abbey í London.[4]

1859 útgáfan af Uppruni tegundanna.

Darwin færði sannfærandi rök fyrir þróunarkenningu sinni í bókinni Um uppruna tegundanna árið 1859.[5][6] Á 8. áratug 19. aldar hafði vísindasamfélagið og meirihluti menntafólks fallist á að þróunin væri staðreynd. Samt héldu margir enn í aðrar kenningar sem litu á náttúruval sem aukaatriði í þróuninni, og það var ekki fyrr en með samruna þróunarkenninga á fyrri hluta 20. aldar að breiður stuðningur myndaðist við náttúruval sem undirstöðuafl þróunarinnar.[7][8] Uppgötvun Darwins er undirstaða allra lífvísinda og útskýrir líffjölbreytni.[9][10]

Áhugi Darwins á náttúrunni varð til þess að hann vanrækti læknanám við Edinborgarháskóla. Þess í stað aðstoðaði hann við rannsóknir á sjávarlindýrum. Náttúrufræðinám við Cambridge-háskóla (Christ's College, Cambridge) ýtti undir áhuga hans á náttúrufræði.[11] Eftir fimm ára ferðalag með skipinu Beagle varð hann viðurkenndur sem jarðfræðingur. Athuganir hans staðfestu kenningar Charles Lyell um hægfara breytingar og með bókinni The Voyage of the Beagle varð hann vinsæll rithöfundur.[12]

Darwin velti fyrir sér landfræðilegri dreifingu dýralífs og steingervinga sem hann safnaði í ferðinni. Hann hóf nákvæmar athuganir og byggði á þeim kenningu sína um náttúruval árið 1838.[13] Hann ræddi hugmyndir sínar við nokkra náttúrufræðinga, en þurfti tíma fyrir frekari rannsóknir, auk þess sem jarðfræðirannsóknirnar höfðu forgang.[14] Meðan hann var að skrifa um kenningu sína fékk hann senda ritgerð frá Alfred Russel Wallace þar sem sama hugmyndin kom fram. Þeir gáfu kenningar sínar út í sameiginlegu riti.[15] Darwin setti fram hugmyndina um þróun sem afleiðingu breytinga milli kynslóða sem grundvallarkenningu um aðgreiningu tegunda.[7] Árið 1871 rannsakaði hann þróun mannsins og kynval í bókinni The Descent of Man, and Selection in Relation to Sex. Hann fylgdi henni eftir með The Expression of the Emotions in Man and Animals (1872). Rannsóknir hans á jurtum komu út í mörgum bókum og í síðustu bók hans, The Formation of Vegetable Mould through the Action of Worms (1881), athugaði hann áhrif ánamaðka á jarðveg.[16][17]

  1. Coyne, Jerry A. (2009). Why Evolution is True. Viking. bls. 8–11. ISBN 978-0-670-02053-9.
  2. Larson 2004, bls. 79–111
  3. „Special feature: Darwin 200“. New Scientist. Afrit af uppruna á 11 febrúar 2011. Sótt 2 apríl 2011.
  4. Leff 2000, Darwin's Burial
  5. Coyne, Jerry A. (2009). Why Evolution is True. Oxford: Oxford University Press. bls. 17. ISBN 978-0-19-923084-6. „In The Origin, Darwin provided an alternative hypothesis for the development, diversification, and design of life. Much of that book presents evidence that not only supports evolution but at the same time refutes creationism. In Darwin's day, the evidence for his theories was compelling but not completely decisive.“
  6. Glass, Bentley (1959). Forerunners of Darwin. Baltimore, MD: Johns Hopkins University Press. bls. iv. ISBN 978-0-8018-0222-5. „Darwin's solution is a magnificent synthesis of evidence...a synthesis...compelling in honesty and comprehensiveness“
  7. 7,0 7,1 van Wyhe 2008
  8. Bowler 2003, bls. 178–179, 338, 347
  9. The Complete Works of Darwin Online – Biography. Geymt 7 janúar 2007 í Wayback Machine darwin-online.org.uk. Retrieved 2006-12-15
    Dobzhansky 1973
  10. Joseph Carroll segir í inngangi að endurútgáfu þekktustu bókar Darwins að hún sé eitt af tveimur eða þremur mikilvægustu verkum allra tíma - ein af þeim bókum sem hefur valdið grundvallarbreytingu á því hvernig við lítum á heiminn. Carroll, Joseph, ritstjóri (2003). On the origin of species by means of natural selection. Peterborough, Ontario: Broadview. bls. 15. ISBN 978-1-55111-337-1.
  11. Leff 2000, About Charles Darwin
  12. Desmond & Moore 1991, bls. 210, 284–285
  13. Desmond & Moore 1991, bls. 263–274
  14. van Wyhe 2007, bls. 184, 187
  15. Beddall, B. G. (1968). „Wallace, Darwin, and the Theory of Natural Selection“. Journal of the History of Biology. 1 (2): 261–323. doi:10.1007/BF00351923. S2CID 81107747.
  16. Freeman 1977
  17. „AboutDarwin.com – All of Darwin's Books“. www.aboutdarwin.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 1 apríl 2016. Sótt 30. mars 2016.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne