Charles G. Dawes | |
---|---|
Varaforseti Bandaríkjanna | |
Í embætti 4. mars 1925 – 4. mars 1929 | |
Forseti | Calvin Coolidge |
Forveri | Calvin Coolidge |
Eftirmaður | Charles Curtis |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 27. ágúst 1865 Marietta, Ohio, Bandaríkjunum |
Látinn | 23. apríl 1951 (85 ára) Evanston, Illinois, Bandaríkjunum |
Þjóðerni | Bandarískur |
Stjórnmálaflokkur | Repúblikanaflokkurinn |
Maki | Caro Blymyer (g. 1889) |
Háskóli | Marietta-háskóli Háskólinn í Cincinnati |
Atvinna | Stjórnmálamaður |
Verðlaun | Friðarverðlaun Nóbels (1925) |
Undirskrift |
Charles Gates Dawes (27. ágúst 1865 – 23. apríl 1951) var bandarískur stjórnmálamaður, erindreki og herforingi úr Repúblikanaflokknum. Hann var varaforseti Bandaríkjanna frá 1925 til 1929 á forsetatíð Calvins Coolidge. Dawes hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1925 ásamt Austen Chamberlain fyrir að vinna að gerð Dawes-áætlunarinnar, sem auðveldaði Þjóðverjum að halda áfram greiðslu stríðsskaðabóta vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar.