Charles G. Dawes

Charles G. Dawes
Varaforseti Bandaríkjanna
Í embætti
4. mars 1925 – 4. mars 1929
ForsetiCalvin Coolidge
ForveriCalvin Coolidge
EftirmaðurCharles Curtis
Persónulegar upplýsingar
Fæddur27. ágúst 1865
Marietta, Ohio, Bandaríkjunum
Látinn23. apríl 1951 (85 ára) Evanston, Illinois, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn
MakiCaro Blymyer (g. 1889)
HáskóliMarietta-háskóli
Háskólinn í Cincinnati
AtvinnaStjórnmálamaður
Verðlaun Friðarverðlaun Nóbels (1925)
Undirskrift

Charles Gates Dawes (27. ágúst 1865 – 23. apríl 1951) var bandarískur stjórnmálamaður, erindreki og herforingi úr Repúblikanaflokknum. Hann var varaforseti Bandaríkjanna frá 1925 til 1929 á forsetatíð Calvins Coolidge. Dawes hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1925 ásamt Austen Chamberlain fyrir að vinna að gerð Dawes-áætlunarinnar, sem auðveldaði Þjóðverjum að halda áfram greiðslu stríðsskaðabóta vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne