Chris Colfer

Chris Colfer
Chris Colfer
Chris Colfer
Upplýsingar
FæddurChristopher Paul Colfer
27. maí 1990 (1990-05-27) (34 ára)
Ár virkur1999 - nú
Helstu hlutverk
Kurt Hummel í Glee
Golden Globe-verðlaun
Besti aukaleikari í sjónvarpsþáttum
2010 Glee

Christopher PaulChrisColfer (fæddur 27. maí 1990) er bandarískur leikari, söngvari og rithöfundur. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Kurt Hummel í sjónvarpsþáttunum Glee en Colfer hefur hlotið mörg verðlaun fyrir túlkun sína á Kurt þar á meðal Golden Globe verðlaunin árið 2011 og þrenn People's Choice Awards verðlaun árin 2013, 2014 og 2015.

Árið 2012 skrifaði Colfer handritið og lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Struck by lightning sem var frumsýnd á Tribeca Film Festival. Colfer er einnig metsöluhöfundur barnabókaflokksins The Land of Stories en komnar eru út fjórar bækur í flokknum sem eru The Land of Stories: The Wishing Spell, The Land of Stories: The Enchantress Returns, The Land of Stories: A Grimm Warning og The Land of Stories: Beyond the Kingdoms. Fimmta bókin The Land of Stories: An Author's Odyssey kemur út í júlí, 2016.

Í apríl 2011 var Colfer á lista Time magazine yfir 100 áhrifamesta fólk í heimi.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne