Coda | ||||
---|---|---|---|---|
Breiðskífa | ||||
Flytjandi | Led Zeppelin | |||
Gefin út | 19. nóvember 1982 | |||
Stefna | Rokk | |||
Lengd | 33:04 | |||
Útgefandi | Swan Song | |||
Tímaröð – Led Zeppelin | ||||
|
Coda er níunda og síðasta breiðskífa ensku rokk-hljómsveitarinnar Led Zeppelin. Platan var gefin út af Swan Song þann 19. nóvember 1982. Árið 1980, vegna dauða trommarans John Bonham, hætti hljómsveitin en lögin á plötunni voru lög sem höfðu verið tekin upp en aldrei gefin út. Lögin á plötunni voru því frá mörgum mismunandi tímapunktum á ferli hljómsveitarinnar.