Condoleezza Rice | |
---|---|
![]() | |
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna | |
Í embætti 26. janúar 2005 – 20. janúar 2009 | |
Forseti | George W. Bush |
Forveri | Colin Powell |
Eftirmaður | Hillary Clinton |
Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna | |
Í embætti 20. janúar 2001 – 26. janúar 2005 | |
Forseti | George W. Bush |
Forveri | Sandy Berger |
Eftirmaður | Stephen Hadley |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 14. nóvember 1954 Birningham, Alabama, Bandaríkjunum |
Þjóðerni | Bandarísk |
Stjórnmálaflokkur | Repúblikanaflokkurinn |
Háskóli | Denver-háskóli Notre Dame-háskóli |
Starf | Erindreki, stjórnmálamaður |
Undirskrift | ![]() |
Condoleezza Rice (f. 14. nóvember 1954) er bandarískur prófessor og stjórnmálamaður. Hún starfaði í ríkisstjórn George W. Bush og gegndi þar m.a. embætti utanríkisráðherra og var fyrsta blökkukonan til þess. Áður en hún tók við því embætti hafði hún starfað sem öryggisráðgjafi forseta. Fyrr á ferli sínum starfaði hún sem prófessor í stjórnmálafræði við Stanford háskóla. Þar áður hafði hún starfað sem ráðgjafi í ríkisstjórn George H. W. Bush þar sem hún var sérfræðingur í málum er snéru að Sovétríkjunum og Austur-Evrópu.