Cordell Hull | |
---|---|
![]() | |
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna | |
Í embætti 4. mars 1933 – 30. nóvember 1944 | |
Forseti | Franklin D. Roosevelt |
Forveri | Henry L. Stimson |
Eftirmaður | Edward Stettinius Jr. |
Öldungadeildarþingmaður fyrir Tennessee | |
Í embætti 4. mars 1931 – 3. mars 1933 | |
Forveri | William Emerson Brock |
Eftirmaður | Nathan L. Bachman |
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir 4. kjördæmi Tennessee | |
Í embætti 4. mars 1923 – 3. mars 1931 | |
Forveri | Wynne F. Clouse |
Eftirmaður | John R. Mitchell |
Í embætti 4. mars 1907 – 3. mars 1921 | |
Forveri | Mounce Gore Butler |
Eftirmaður | Wynne F. Clouse |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 2. október 1871 Olympus, Tennessee, Bandaríkjunum |
Látinn | 23. júlí 1955 (83 ára) Washington, D. C., Bandaríkjunum |
Þjóðerni | Bandarískur |
Stjórnmálaflokkur | Demókrataflokkurinn |
Maki | Witz Whitney (g. 1917; d. 1954) |
Börn | 6 |
Háskóli | Cumberland-háskóli |
Atvinna | Stjórnmálamaður, lögfræðingur |
Verðlaun | ![]() |
Undirskrift | ![]() |
Cordell Hull (2. október 1871 – 23. júlí 1955) var bandarískur stjórnmálamaður og ríkiserindreki. Hann var utanríkisráðherra Bandaríkjanna frá 1933 til 1944 á forsetatíð Franklins D. Roosevelt. Hull gengdi embætti utanríkisráðherra lengst allra í sögu Bandaríkjanna og var í embættinu mestalla seinni heimsstyrjöldina. Hull var meðlimur í Demókrataflokknum og hafði setið bæði á fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir flokkinn í Tennessee áður en hann varð utanríkisráðherra.
Hull hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1945 fyrir að vinna að stofnun Sameinuðu þjóðanna. Roosevelt forseti lýsti Hull sem „föður Sameinuðu þjóðanna“.[1]