Dan Quayle | |
---|---|
Varaforseti Bandaríkjanna | |
Í embætti 20. janúar 1989 – 20. janúar 1993 | |
Forseti | George H. W. Bush |
Forveri | George H. W. Bush |
Eftirmaður | Al Gore |
Öldungadeildarþingmaður fyrir Indiana | |
Í embætti 3. janúar 1981 – 3. janúar 1989 | |
Forveri | Birch Bayh |
Eftirmaður | Dan Coats |
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir 4. kjördæmi Indiana | |
Í embætti 3. janúar 1977 – 3. janúar 1981 | |
Forveri | Edward Roush |
Eftirmaður | Dan Coats |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 4. febrúar 1947 Indianapolis, Indiana, Bandaríkjunum |
Þjóðerni | Bandarískur |
Stjórnmálaflokkur | Repúblikanaflokkurinn |
Maki | Marilyn Tucker (g. 1972) |
Börn | 3 |
Háskóli | DePauw-háskóli (BA) Indiana-háskóli (JD) |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift |
James Danforth Quayle (f. 4. febrúar 1947) er bandarískur lögfræðingur og stjórnmálamaður sem var varaforseti Bandaríkjanna frá 1989 til 1993, í forsetatíð George H. W. Bush. Hann hafði áður setið á fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 1977 til 1981 og á öldungadeild þingsins fyrir Indiana frá 1981 til 1989.
Sem varaforseti varð Quayle alræmdur fyrir fjölda mismæla og rangfærslna hans sem lituðu mjög ímynd hans meðal fjölmiðla og almennings. Hann var einnig þekktur fyrir íhaldssöm viðhorf í félagsmálum, meðal annars varðandi einstæðar mæður og málefni samkynhneigðra.