Darren Criss

Darren Criss
Darren Criss
Darren Criss
Upplýsingar
FæddurDarren Everett Criss
5. febrúar 1987 (1987-02-05) (38 ára)
Ár virkur1997 - nú
Helstu hlutverk
Blaine Anderson í Glee
Andrew Cunanan í The Assassination of Gianni Versace: American Crime Story
Emmy-verðlaun
Besti aðalleikari í mini-seríu eða kvikmynd
2018 The Assassination of Gianni Versace: American Crime Story
Golden Globe-verðlaun
Besta frammistaða leikara í mini-seríu eða sjónvarpsmynd
2019 The Assassination of Gianni Versace: American Crime Story


Darren Everett Criss (fæddur 5. febrúar 1987) er bandarískur leikari, söngvari og lagahöfundur. Hann er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Blaine Anderson í sjónvarpsþáttunum Glee en hann samdi einnig tvö lög, Rise og This time, sem hjómuðu í síðustu seríu þáttanna. Nýjasta hlutverk Criss var í sjónvarpsþáttunum The Assassination of Gianni Versace: American Crime Story þar sem hann lék Andrew Cunanan, morðingja þekkta fatahönnuðarins Gianni Versace. Criss hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í þáttunum og hlaut Emmy, SAG og Golden Globe verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Cunanan.

Criss er einn af stofnendum leikhópsins Starkids en hann lék einmitt hlutverk Harry Potter í söngleiknum A Very Potter Musical sem leikhópurinn setti upp árið 2009. Criss hefur tekið þátt í tveimur Broadway uppfærslum en hann lék J. Pierrepont Finch í How to Succeed in Business Without Really Trying árið 2012 og Hedwig Robinson í Hedwig and the Angry Inch árið 2015.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne