Dart 18

Dart 18-bátar í siglingakeppni.

Dart 18 er 18 feta (5,5 metra) löng tvímenningstvíbytna úr glertrefjum hönnuð árið 1975 af enska skútuhönnuðinum Rodney March sem líka hannaði Tornado-tvíbytnuna. Dart 18 er ekki með fellikjöl eins og Tornado heldur ugga aftarlega á skrokkunum. Dart 18 er með eitt fullsprekað stórsegl og fokku með tveimur stuttum sprekum. Masturstaug er fyrir annan siglingamanninn.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne