Detroit

Detroit Michigan

Detroit er fjölmennasta borgin í Michigan-fylki. Detroit var upphaflega borg viðskipta, menningar, fjármála og vöruflutninga, og heimili 5,2 milljóna manna (2010). Hún var stofnuð 24. júlí, 1701 af franska landkönnuðinum Antoine Laumet de La Mothe, sieur de Cadillac. Í Detroit voru framleiddar vélar, eldavélar, vindlar, lyf og matur. Umhverfi borgarinnar hentaði bílaiðnaðinum mjög vel. Detroit er við Vötnin miklu og hafði því greiðan aðgang að ýmsu sem iðnaður þurfti til að þrífast. Einnig var borgin nálægt mestu kola-, járn- og koparnámum Bandaríkjanna.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne