Donald Trump

Donald Trump
Forseti Bandaríkjanna
Tekur við embætti
20. janúar 2025
VaraforsetiJD Vance
ForveriJoe Biden
Í embætti
20. janúar 2017 – 20. janúar 2021
VaraforsetiMike Pence
ForveriBarack Obama
EftirmaðurJoe Biden
Persónulegar upplýsingar
Fæddur14. júní 1946 (1946-06-14) (78 ára)
New York-borg, New York, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn (1987–1999, 2009–2011, 2012–)
Demókrataflokkurinn (til 1987, 2001–2009)
Umbótaflokkurinn (1999–2001)
MakiIvana Zelníčková (g. 1977; skilin 1992)
Marla Maples (g. 1993; skilin 1999)
Melania Knauss (g. 2005)
BörnDonald yngri, Ivanka, Eric, Tiffany, Barron
StarfViðskipamaður, fasteignasali, stjórnmálamaður
Undirskrift

Donald John Trump (fæddur 14. júní 1946) er 45. og 47. forseti Bandaríkjanna og nýkjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann er fæddur og uppalinn í New York-borg í New York-fylki. Hann var stjórnandi sjónvarpsþáttanna Lærlingurinn (enska: The Apprentice) á árunum 2004-2015. Hann bauð sig fram sem fulltrúi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum þann 8. nóvember 2016 og tók við embættinu af Barack Obama þann 20. janúar 2017 sem nýkosinn 45. forseti Bandaríkjanna. Trump er með gráðu í viðskiptafræði.

Fyrirtæki Trumps (enska: The Trump Organization) á 14.000 íbúðir í Brooklyn, Queens og Staten Island. Þar að auki á hann m.a. aðrar eignir eins og hótel og spilavíti. Talið er að hann eigi að minnsta kosti 16 golfvelli í Bandaríkjunum og þá á hann einnig golfvöll í Skotlandi.

Trump bauð sig fram til endurkjörs í forsetakosningunum árið 2020 en tapaði fyrir Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins. Trump neitaði að viðurkenna ósigur og fór í mál við ýmis fylki Bandaríkjanna vegna ásakana um kosningasvindl. Nær öllum þessum málum var vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum og Trump lét því af embætti í janúar 2021. Áður en Trump lét af embætti gerðu stuðningsmenn hans árás á þinghúsið í Washington til að koma í veg fyrir staðfestingu á sigri Bidens með þeim afleiðingum að fimm manns létust. Eftir embættistíð sína hefur Trump áfram haldið því fram að hann hafi í raun unnið kosningarnar og hefur breitt út ýmsar samsæriskenningar um framkvæmd þeirra.

Trump var forsetaefni Repúblikanaflokksins í forsetakosningum Bandaríkjanna árið 2024. Hann náði kjöri og þegar hann tekur við embætti 20. janúar næstkomandi verður sá annar í sögunni til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna tvö aðskilin kjörtímabil en Grover Cleveland er sá eini sem hefur gert það hingað til. Donald Trump verður bundinn tímamörkum í forsetakosningunum 2028.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne