Donald Trump | |
---|---|
Forseti Bandaríkjanna | |
Tekur við embætti 20. janúar 2025 | |
Varaforseti | JD Vance |
Forveri | Joe Biden |
Í embætti 20. janúar 2017 – 20. janúar 2021 | |
Varaforseti | Mike Pence |
Forveri | Barack Obama |
Eftirmaður | Joe Biden |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 14. júní 1946 New York-borg, New York, Bandaríkjunum |
Þjóðerni | Bandarískur |
Stjórnmálaflokkur | Repúblikanaflokkurinn (1987–1999, 2009–2011, 2012–) Demókrataflokkurinn (til 1987, 2001–2009) Umbótaflokkurinn (1999–2001) |
Maki | Ivana Zelníčková (g. 1977; skilin 1992) Marla Maples (g. 1993; skilin 1999) Melania Knauss (g. 2005) |
Börn | Donald yngri, Ivanka, Eric, Tiffany, Barron |
Starf | Viðskipamaður, fasteignasali, stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Donald John Trump (fæddur 14. júní 1946) er 45. og 47. forseti Bandaríkjanna og nýkjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann er fæddur og uppalinn í New York-borg í New York-fylki. Hann var stjórnandi sjónvarpsþáttanna Lærlingurinn (enska: The Apprentice) á árunum 2004-2015. Hann bauð sig fram sem fulltrúi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum þann 8. nóvember 2016 og tók við embættinu af Barack Obama þann 20. janúar 2017 sem nýkosinn 45. forseti Bandaríkjanna. Trump er með gráðu í viðskiptafræði.
Fyrirtæki Trumps (enska: The Trump Organization) á 14.000 íbúðir í Brooklyn, Queens og Staten Island. Þar að auki á hann m.a. aðrar eignir eins og hótel og spilavíti. Talið er að hann eigi að minnsta kosti 16 golfvelli í Bandaríkjunum og þá á hann einnig golfvöll í Skotlandi.
Trump bauð sig fram til endurkjörs í forsetakosningunum árið 2020 en tapaði fyrir Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins. Trump neitaði að viðurkenna ósigur og fór í mál við ýmis fylki Bandaríkjanna vegna ásakana um kosningasvindl. Nær öllum þessum málum var vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum og Trump lét því af embætti í janúar 2021. Áður en Trump lét af embætti gerðu stuðningsmenn hans árás á þinghúsið í Washington til að koma í veg fyrir staðfestingu á sigri Bidens með þeim afleiðingum að fimm manns létust. Eftir embættistíð sína hefur Trump áfram haldið því fram að hann hafi í raun unnið kosningarnar og hefur breitt út ýmsar samsæriskenningar um framkvæmd þeirra.
Trump var forsetaefni Repúblikanaflokksins í forsetakosningum Bandaríkjanna árið 2024. Hann náði kjöri og þegar hann tekur við embætti 20. janúar næstkomandi verður sá annar í sögunni til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna tvö aðskilin kjörtímabil en Grover Cleveland er sá eini sem hefur gert það hingað til. Donald Trump verður bundinn tímamörkum í forsetakosningunum 2028.