Dragon

Dragon

Dragon er 8,9 metra langur tvímenningskjölbátur hannaður af norska skútuhönnuðinum Johan Anker árið 1929. Frá 1948 til 1972 var Dragon Ólympíubátur. Upphaflega voru þeir allir úr viði en frá því snemma á 8. áratugnum var farið að framleiða þá úr glertrefjum. Reiðanum hefur líka verið breytt í tímans rás til að taka mið af nýjum kröfum.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne