Edinburgh Festival Fringe (einnig kallað The Fringe eða Edinburgh Fringe, eða Edinburgh Fringe Festival ) er stærsta sviðslistahátíð heims. Árið 2018 stóð hún í 25 daga með yfir 55.000 sýningar á 3.548 mismunandi uppfærslum á 317 stöðum. Hátíðin var stofnuð árið 1947 sem valkostur við Edinborgarhátíðina og fer fram árlega í Edinborg í Skotlandi í ágústmánuði. The Fringe er orðin leiðandi listahátíð á heimsvísu. Aðeins Ólympíuleikarnir og heimsmeistaramót FIFA standa henni framar í alþjóðlegri miðasölu.[1] Viðburðurinn hefur „gert meira til að setja Edinborg í fremstu röð heimsborga en nokkuð annað“. [2]