Edith Stein

Edith Stein
Edith Stein u.þ.b. 1938-1939.
Fædd12. október 1891
Dáin9. ágúst 1942 (50 ára)
ÞjóðerniÞýsk
MenntunSchlesische Friedrich-Wilhelms-Universität
Georg-August-háskólinn í Göttingen
Háskólinn í Freiburg (PhD, 1916)

Edith Stein (12. október 1891 – 9. ágúst 1942) var þýskur heimspekingur, nunna í Karmelítareglunni og píslarvottur innan kaþólsku kirkjunnar.

Stein var af Gyðingaættum en snerist til kaþólskrar trúar árið 1922. Í Helförinni var hún handtekin af nasistum, send til Auschwitz-útrýmingarbúðanna og lét þar lífið í gasklefa. Edith Stein var tekin í heilagra tölu af Jóhannesi Páli 2. páfa þann 11. október 1998 undir dýrlinganafninu Teresa Benedikta af krossi, sem var klausturnafn hennar. Árið eftir var hún, ásamt Heilagri Birgittu frá Svíþjóð og Katrínu frá Síena, lýst ein af verndardýrlingum Evrópu.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne