Efnahags- og framfarastofnunin

Kort sem sýnir aðildarríki Efnahags- og framfarastofnunar.

Efnahags- og framfarastofnunin (enska: Organization for Economic Cooperation and Development; skammstafað OECD) er alþjóðastofnun 36 þróaðra ríkja sem aðhyllast fulltrúalýðræði og markaðshagkerfi. Hún var stofnuð árið 1948 sem Stofnun um efnahagssamstarf Evrópuríkja (OEEC) til að aðstoða við framkvæmd Marshalláætlunarinnar í Evrópu eftir Síðari heimsstyrjöldina. Síðar var ríkjum utan Evrópu boðin aðild og árið 1961 tók stofnunin upp núverandi nafn.

Tilgangur samtakanna er að bera saman stefnumótun stjórnvalda í aðildarríkjunum, greina sameiginleg vandamál og benda á bestu aðferðir við stefnumótun í innanríkismálum og alþjóðasamstarfi. Stofnunin er hugsuð sem samræðugrundvöllur þar sem umræða og gagnrýni getur leitt til stefnubreytingar aðildarríkja með því að skapa þrýsting frá þegnum ríkjanna, fremur en sem vettvangur fyrir bindandi samninga eða lagasetningu.

Höfuðstöðvar OECD eru í París í Frakklandi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne