Einar Benediktsson

Stytta af Einari Benediktssyni eftir Ásmund Sveinsson stendur við Höfða í Reykjavík, en Einar bjó í húsinu um árabil.

Einar Benediktsson (oft nefndur Einar Ben) (31. október 1864 – 12. janúar 1940)[1][2] var skáld, ritstjóri, lögfræðingur, embættis- og mikill athafnamaður. Einar er talinn í hópi nýrómantískra skálda og samdi mikil ljóð með hátimbruðu yfirbragði. Orðin: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ eru úr ljóði hans Einræður Starkaðar, III.

  1. „Einar Benediktsson“. Vísir. 27. janúar 1940.
  2. „Einar skáld Benediktsson lézt s.l. föstudagskvöld“. Alþýðublaðið. 15. janúar 1940.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne