Lýðveldið Eistland | |
Eesti Vabariik | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Þjóðsöngur: Mu isamaa, mu õnn ja rõõm | |
![]() | |
Höfuðborg | Tallinn |
Opinbert tungumál | eistneska |
Stjórnarfar | Þingræði
|
Forseti | Alar Karis |
Forsætisráðherra | Kristen Michal |
Sjálfstæði | frá Þýskalandi, Rússlandi og Sovétríkjunum |
• Yfirlýst | 24. febrúar 1918 |
• Viðurkennt | 2. febrúar 1920 |
• Hertekið af SSSR | 16. júní 1940 |
• Enduryfirlýst | 20. ágúst 1991 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
129. sæti 45.339 km² 5,16 |
Mannfjöldi • Samtals (2022) • Þéttleiki byggðar |
152. sæti 1.331.796 30,6/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2022 |
• Samtals | 59.557 millj. dala (114. sæti) |
• Á mann | 44.778 dalir (39. sæti) |
VÞL (2021) | ![]() |
Gjaldmiðill | evra |
Tímabelti | UTC+2) (+3 á sumrin) |
Þjóðarlén | .ee |
Landsnúmer | +372 |
Eistland (eistneska: Eesti), formlegt heiti Lýðveldið Eistland (Eesti Vabariik), er land í Norður-Evrópu sunnan við Kirjálabotn í Eystrasalti. Það á landamæri að Rússlandi við Peipusvatn í austri og Lettlandi í suðri en norðan við Kirjálabotn er Finnland. Eistland nær yfir eistneska meginlandið, stóru eyjarnar Saaremaa og Hiiumaa, og yfir 2300 eyjar og sker í Eystrasalti.[1] Landið er 45.335 km² að stærð. Það er eitt Eystrasaltslandanna ásamt Lettlandi og Litáen. Stærstu borgirnar eru höfuðborgin Tallinn og háskólaborgin Tartu. Eistneska er opinbert tungumál landsins og móðurmál flestra íbúa. Eistneska er annað stærsta finnska málið sem talað er í heimi, á eftir finnsku.
Menn hafa byggt landið þar sem Eistland er nú að minnsta kosti frá 9000 f.o.t. Íbúar Eistlands hins forna voru með síðustu íbúum Norður-Evrópu sem snerust til kristni á miðöldum, eftir norrænu krossferðirnar á 13. öld.[2] Eftir það var landið undir stjórn þýsku riddaranna, Danmerkur, Svíþjóðar og Rússlands. Eftir miðja 19. öld hófst þjóðernisvakning í Eistlandi sem leiddi til sjálfstæðisyfirlýsingar 24. febrúar 1918, þegar fyrri heimsstyrjöldin stóð enn. Þegar síðari heimsstyrjöld braust út lýsti Eistland yfir hlutleysi. Engu að síður var landið hernumið, fyrst af Sovétríkjunum, svo af Þýskalandi nasismans og loks aftur af Sovétríkjunum. Árið 1944 var Sovétlýðveldið Eistland stofnað sem hluti af Sovétríkjunum og margir litu á sem hernámsstjórn. Í kjölfar söngvabyltingarinnar 1988-1990 endurheimti landið sjálfstæði eftir valdaránið í Sovétríkjunum 1991.
Landið er þróað iðnríki með öflugt hagkerfi sem situr í 31. sæti vísitölu um þróun lífsgæða. Eistland er einingarríki sem býr við þingræði. Landinu er skipt í fimmtán sýslur (maakond), þar sem höfuðborgin og stærsta borgin er Tallinn. Íbúar eru um 1,3 milljónir. Landið er eitt hið fámennasta innan Evrópusambandsins, NATO og Schengen-svæðisins. Það er aðili að Efnahags- og framfarastofnuninni. Það er ofarlega á listum yfir efnahagslegt frelsi, lýðfrelsi og menntun; og frelsi fjölmiðla mælist þar hátt.