Elie Wiesel

Elie Wiesel
Elie Wiesel árið 1998.
Fæddur30. september 1928
Dáinn2. júlí 2016 (87 ára)
ÞjóðerniBandarískur
MenntunParísarháskóli
StörfRithöfundur, kennari, aðgerðasinni
TrúGyðingdómur
MakiMarion Erster Rose (g. 1969)
Börn1
Verðlaun Friðarverðlaun Nóbels (1986)

Elie Wiesel (30. september 1928 – 2. júlí 2016) var rúmensk-bandarískur rithöfundur, kennari og pólitískur aðgerðasinni. Wiesel var gyðingur sem sat í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz og Buchenwald á tíma helfararinnar. Wiesel samdi 57 bækur á ævi sinni, meðal annars bókina Nótt, þar sem hann fjallaði um reynslu sína sem fangi í útrýmingarbúðunum.

Wiesel hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1986 fyrir störf sín sem formaður bandarísku forsetanefndarinnar um helförina og ýmis önnur mannréttindastörf.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne