Elie Wiesel | |
---|---|
![]() Elie Wiesel árið 1998. | |
Fæddur | 30. september 1928 |
Dáinn | 2. júlí 2016 (87 ára) |
Þjóðerni | Bandarískur |
Menntun | Parísarháskóli |
Störf | Rithöfundur, kennari, aðgerðasinni |
Trú | Gyðingdómur |
Maki | Marion Erster Rose (g. 1969) |
Börn | 1 |
Verðlaun | ![]() |
Elie Wiesel (30. september 1928 – 2. júlí 2016) var rúmensk-bandarískur rithöfundur, kennari og pólitískur aðgerðasinni. Wiesel var gyðingur sem sat í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz og Buchenwald á tíma helfararinnar. Wiesel samdi 57 bækur á ævi sinni, meðal annars bókina Nótt, þar sem hann fjallaði um reynslu sína sem fangi í útrýmingarbúðunum.
Wiesel hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1986 fyrir störf sín sem formaður bandarísku forsetanefndarinnar um helförina og ýmis önnur mannréttindastörf.